Hin spænska Carolina Marin keppir í úrslitum í einliðaleik á HM

Áhugi evrópskra badmiontonáhugamanna mun án vafa vera á hinni spænsku Carolina Marin. Hún sigraði Pusarla V. Sindhu frá Indland í undanúrslitum i 21-17 og 21-15. Carolina er sem stendur í níunda sæti heimslistans og er fyrsta evrópska konan til að spila í úrslitum HM frá því Camila Martin afrekaði það árið 1999.

Lee Chong Wei, efsti maður á heimslistanum, reynist of sterkur fyrir Danann unga og efnislega Viktor Axelsen og sigraði örugglega 21-9, 21-7 frammi fyrir fullri íþróttahöll áhorfenda í Kaupmannahöfn. Viktor Axelsen getur engu að síður verið ánægður með árangur sinn á mótinu og að hafa krækt sér í bronsverðlaun á mótinu.

Danir sem vonast höfðu eftir því að eiga spilara í úrslitaleikjum mótsins á heimavelli urðu að sætta sig við að það tækist ekki þar sem bæði Mathias Boe/Carsten Mogensen í tvíliðaleik og Joachim Fischer og Christinna Pedersen í tvenndarleik töpuðu undanúrslitaleikjum sínum. Boe/Mogensen töpuðu fyrir Yong Dae Lee/Yeon Seong Yoo frá Kóreu 12-21 og 18-21. Evrópumeistarnir og bronsverðlaunahafarnir frá Olympíuleikunum Joachim Fischer/Christinna Pedersen töpuðu í unandúrslitum kínverska parinu Ma Jin/Chen Xu 15-21 og 9-21.

Úrslitaleikir HM 2014 verða þessir á morgun, sunnudag:
• Í einliðaleik karla mætast Lee Chong Wei frá Malasíu og Chen Long frá Kína.
• Í einliðaleik kvenna mætast Carolina Marin frá Spáni og Xuerui Li frá Kína.
• Í tvíliðaleik karla mætast kóresku pörin Sung Hyun Ko/Baek Choel Shin og Yong Dae Lee/Yeon Seong Yoo.
• Í tvíliðaleik kvenna mætast kínversku pörin Xiaoli Wang/Yang Yu og Qing Tian/Yunlei Zhao.
• Í tvenndarleik mætast kínversku pörin Chen Xu/Jin Ma og Nan Zhang/Yunlei Zhao.

 

Skrifað 30. ágúst, 2014
mg