Golfmót badmintonmanna sunnudaginn 7. september

Margir þeir sem spila badminton af miklum krafti á veturna, æfa golf á sumrin.

Ákveðið hefur verið að halda golfmót badmintonmanna. Mótið verður á Akranesi (Golfklúbburinn Leynir) sunnudaginn 7. september næstkomandi.

Mæting kl. 09:30 - ræst út samtímis á öllum teigum.
Skráningargjald er kr. 4000.

Punktakeppni 1 forgjafarfl. kvenna(0-36) 2 forgjafarfl. karla (0-18) og (18-36).

Vegleg verðlaun.

Skráning í mótið verður að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 5. september á golf.is eða í síma 858-9012 (Árni Þór) eða á arnihall@simnet.is.

Nú sjáumst við hress og kát á Akranesi og skemmtum okkur vel, hitum upp fyrir badmintontímabilið í skemmtilegu golfmóti.

Þeir sem skrá sig saman í "holl" spila saman í mótinu - ath. tímasetningin gildir ekki - því allir eru ræstir út samtímis.

Vinsamlegast bendið vinum og kunningjum sem ekki hafa séð þessa frétt á mótið.

Skrifað 27. ágúst, 2014
mg