Nordic Camp æfingabúðirnar hefjast í dag

Íslensku þátttakendurnir í Nordic Camp æfingabúðunum, Atli Geir Alfreðsson TBR, Daníel Ísak Steinarsson BH, Eysteinn Högnason TBR, Harpa Kristný Sturlaugsdóttir ÍA, Þórður Skúlason BH og Þórunn Eylands fóru til Finnlandi í morgun ásamt Sigurði Blöndal þjálfara Hamars og Önnu Margréti Jóhannesdóttur fararstjóra. Þau flugu til Helsinki og keyrðu þaðan til Salo en þar fara æfingabúðirnar fram.

Dagskrá búðanna er stíf en æft er frá klukkan 9 á morgnanna til 21:30 á kvöldin með matarhléum inn á milli. Búðirnar standa fram á sunnudag en þá heldur hópurinn rakleiðis heim aftur.

Sigurður Blöndal tekur þátt í þjálfaranámskeiði sem fer fram meðfram búðunum.

 

Skrifað 6. ágúst, 2014
mg