Glćsilegur árangur TBR í Evrópukeppni félagsliđa

TBR lauk keppni rétt í þessu eftir að hafa komist í átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða sem er glæsilegur árangur. Í morgun féll liðið úr keppni eftir leik gegn geysisterku liði frá Rússlandi, Primorye Vladivostok sem vann leikinn 4-0. Rússneska liðið fékk fyrstu röðin í mótið.

 

TBR komst í átta liða úrslit í Evrópukeppni félagsliða

 

Jónas Baldursson lék gegn Nikita Khakimov og tapaði 6-21 og 9-21. Margrét Jóhannsdóttir lék gegn Olga Golovanova og tapaði 4-21 og 10-21. Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen léku tvíliðaleik gegn Evgeny Dremin og Sergey Lunev og töpuðu 9-21 og 7-21. Að lokum léku Margrét Jóhannsdóttir og Rakel Jóhannesdóttir tvíliðaleik gegn Nina Vislova og Yeqi Zhang og töpuðu 7-21 og 6-21. Með því lék leiknum með sigri þeirra rússnesku 4-0.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í Evrópukeppni félagsliða.

Skrifađ 27. júní, 2014
mg