Evrópukeppni félagsliđa hefst á ţriđjudaginn

Evrópukeppni félagsliða hefst á þriðjudaginn í Amiens í Frakklandi. TBR tekur þátt fyrir Íslands hönd og liðið skipa Atli Jóhannesson, Daníel Thomsen, Jónas Baldursson, Kristófer Darri Finnsson, Margrét Jóhannsdóttir, Rakel Jóhannesdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir.

 

Lið TBR í Evrópukeppni félagsliða 2014

 

TBR er í riðli tvö ásamt Van Zundert VELO frá Hollandi, Recreativo les La Orden frá Spáni og Egospor frá Tyrklandi.

Egospor þurfti að draga sig úr keppni og leikir þeirra eru því gefnir.

Fyrsti leikur TBR er á þriðjudaginn gegn Van Zundert VELO. Í fyrra var TBR einnig með Recreartivo frá Spáni í riðlien sú viðureign endaði með sigri Spánverjanna 5-2.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar leikja.

Skrifađ 19. júní, 2014
mg