Ársþing BSÍ er að baki

Ársþing Badmintonsambands Íslands fór fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal í gær. Þingið fór í alla staði vel fram og var því stýrt vel og örugglega af þingforsetanum Herði Þorsteinssyni. Fulltrúar frá átta héraðssamböndum og Íþróttabandalögum sóttu þingið.

 

Ársþing BSÍ 2014

 

Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Guðlaugur Gunnarsson, Laufey Jóhannsdóttir og María Skaftadóttir gáfu ekki kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa en voru Valgeir Magnússon og Þórhallur Einisson sitja áfram í stjórn stað auk Kristjáns Daníelssonar formanns. Nýir í stjórn voru kosnir til tveggja ára Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir og Vignir Sigurðsson.

Stjórn Badmintonsambands Íslands 2014-2016 skipa því eftirfarandi einstaklingar: Kristján Daníelsson, formaður, Guðrún Björk Gunnarsdóttir, Helgi Jóhannesson, Sigríður Guðbjörg Bjarnadóttir, Valgeir Magnússon, Vignir Sigurðsson og Þórhallur Einisson.

Kristján Daníelsson formaður stjórnar BSÍ veitti þeim leikmönnum sem hlutu flest stig á stjörnumótaröð BSÍ veturinn 2012-2013 verðlaun á þinginu. Í A-flokki kvenna sigraði Alda Karen Jónsdóttir TBR og í öðru sæti var Hulda Lilja Hannesdóttir TBR. Í A-flokki karla sigraði Kristófer Darri Finnsson TBR í öðru sæti var Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR. Rakel Jóhannesdóttir TBR, sigraði í Meistaraflokki kvenna en í öðru sæti var Elín Þóra Elíasdóttir TBR. Í meistaraflokki karla sigraði Atli Jóhannesson TBR en í öðru sæti var Bjarki Stefánsson TBR.

 

Vinningshafar Stjörnumótaraðar BSÍ 2012-2013

 

Birgir Þór Birgisson framkvæmdastjóri Dominos veitti verðlaun stigahæstu leikmönnum í Dominosdeildinni í Meistaraflokki á tímabilinu 2013-2014. Verðlaunin hlutu: Í einliðaleik kvenna Margrét Jóhannsdóttir TBR, í einliðaleik karla Atli Jóhannesson TBR, í tvíliðaleik kvenna Elín Þóra Elíasdóttir TBR og Rakel Jóhannesdóttir TBR, í tvíliðaleik karla Daníel Thomsen TBR og Bjarki Stefánsson TBR og í tvenndarleik Margrét Jóhannsdóttir og Daníel Thomsen.

Verðlaun Dominos mótaröðin 2014 Einliðaleikur karla Atli JóhannessonVerðlaun Dominos mótaröðin 2014 Einliðaleikur kvenna Margrét JóhannsdóttirVerðlaun Dominos mótaröðin 2014 Tvenndarleikur Margrét Jóhannsdóttir og Daníel ThomsenVerðlaun Dominos mótaröðin 2014 Tvíliðaleikur karla Daníel Thomsen og Bjarki StefánssonVerðlaun Dominos mótaröðin 2014 Tvíliðaleikur kvenna Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir

Tekin voru fyrir erindi frá BH sem bárust fyrir þingið. Samþykkt var að stofna aganefnd BSÍ og var stjórn falið að semja agareglur. Samþykkt var að bjóða skuli upp á tvíliðaleik í flokki U11, þar sem keppt er óháð kyni, í þeim mótum sem bjóða upp á keppni í flokki U11. Samþykkt var að koma á koppinn Íslandsmóti unglingaliða og var stjórn BSÍ falið að móta reglur.

Skrifað 1. maí, 2014
mg