Göteborg BK 2 fór upp um eitt sćti og endađi í ţriđja sćti

Göteborg BK 2, lið Karitasar Óskar Ólafsdóttur í miðriðli fyrstu deildarinnar í Svíþjóð, mætti Team Östgöta í síðustu umferð deildarinnar og vann 5-3.

Karitas Ósk spilaði ekki í þessari umferð fyrir lið sitt. Göteborg BK 2 vann báða tvíliðaleiki karla og alla þrjá einliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Göteborg BK 2 og Team Östgöta.

Eftir þessa síðustu umferð endaði Göteborg BK 2 í þriðja sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í miðriðlinum.

Skrifađ 22. apríl, 2014
mg