Tinna hampar þriðja Íslandsmeistaratitli sínum í einliðaleik

Tinna Helgadóttir TBR hampaði Íslandsmeistaratitli í einliðaleik kvenna í þriðja skipti nú rétt í þessu. Tinna vann Margréti Jóhannsdóttur TBR í hörkuspennandi úrslitaleik 21-19 og 22-20.

Tinna Helgadóttir Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna 2014 

Tinna varði því Íslandsmeistaratitill sinn frá því í fyrra en hún varð einnig Íslandsmeistari árið 2009. Tinna á möguleika á að fleiri sigrum í dag því hún keppir einnig til úrslita í tvíliðaleik ásamt Erlu Björgu Hafsteinsdóttur og í tvenndarleik ásamt bróður sínum, Magnúsi Inga.

Nú er í gangi úrslitaleikur í einliðaleik karla en þar etja kappi Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson.

Skrifað 6. apríl, 2014
mg