Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A-, B- og Æðstaflokki

Í tvenndarleik í A-flokki léku til úrslita Þórhallur Einisson og Hrund Guðmundsdóttir TBR gegn Davíð Bjarna Björnssyni og Öldu Karen Jónsdóttur TBR. Davíð Bjarni og Alda Karen sigruðu í tveimur lotum 21-19 og 21-15. Davíð Bjarni Björnsson og Alda Karen Jónsdóttir TTBR eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik í A-flokki.

Í tvenndarleik í B-flokki spiluðu Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttur BH gegn Andra Árnasyni og Margréti Dís Stefánsdóttur TBR. Róbert Ingi og Ingibjörg Sóley unnu í þremur lotum 18-21, 21-17 og 21-18. Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik í B-flokki.

Í tvenndarleik í Æðstaflokki léku til úrslita annars vegar Egill Þór Magnússon Aftureldingu og María Thors TBR og hins vegar og Gunnar Bollason og Ásthildur Dóra Kristjánsdóttir TBR. Egill Þór og María unnu í þremur lotum 14-21, 23-21 og 21-16. Egill Þór Magnússon Aftureldingu og María Thors TBR eru Íslandsmeistarar í tvenndarleik í Æðstaflokki.

Smellið hér til að sjá úrslit dagins. 

Úrslit í meistaraflokki hefjast klukkan 14:$0 og verða sýnd beint á RÚV. Fyrsti leikur í úrslitunum er einliðaleikur kvenna. 

Skrifað 6. apríl, 2014
mg