Undanúrslitaleikir hefjast brátt á Meistaramóti Íslands

Spilað hefur verið fram í undanúrslit í tvíliðaleik og tvenndarleik í meistaraflokki.

Í tvenndarleik spila í undanúrslitum annrs vegar Magnús Ingi og Tinna Helgabörn TBR gegn Daníel Jóhannessyni og Sigríði Árnadóttur TBR og hins vegar Atli Jóhannesson og Snjólaug Jóhannsdóttir gegn Daníel Thomsen og Margréti Jóhannsdóttur TBR. Undanúrslit í tvenndarleik fara fram klukkan 18:30.

Í tvíliðaleik karla leika í undanúrslitum Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR gegn Kristófer Darra Finnssyni og Magnúsi Inga Helgasyni TBR. Kristófer og Magnús slógu út Jónas Baldursson og Sigurð Sverri Gunnarsson TBR sem var raðað númer fjögur inn í greinina. Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson TBR mæta Agli G. Guðlaugssyni og Ragnari Harðarsyni ÍA í hinum undanúrslitaleiknum. Egill og Ragnar unnu í átta liða úrslitum Róbert Henn og Birki Stein Erlingsson TBR en þeim var raðað númer tvö inn í greinina.

Í undanúrslitum í tvíiliðaleik kvenna mæta Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir TBR Elsu Nielsen og Snjólaugu Jóhannsdóttur TBR. Erla Björg Hafsteinsdóttir BH og Tinna Helgadóttir TBR mæta Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR. Tvíliðaleikir í meistaraflokki fara fram klukkan 17:30.

Smellið hér til að sjá stöðu í öðrum flokkum.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Fylgist með leikjum beint í gegnum Facebook síðu Badmintonsambands Íslands. 

Skrifað 5. apríl, 2014
mg