Meistaramót Íslands - fyrsti dagur

Meistaramót Íslands í badminton hófst í dag í íþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Keppni hófst á tvenndarleikjum í meistaraflokki og síðan hófust leikir í einliðaleik í meistara-, A og B flokki. Hart hefur verið barist í leikjum dagsins og margir skemmtilegir leikir farið fram. Í tvenndarflokki töpuðu Bjarki Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttir TBR fyrir gömlu kempunum Brodda Kristjánssyni og Elsu Nilesen TBR 18-21, 21-14 og 16-21 eftir oddalotu en Bjarki og Rakel voru með þriðju röðun inn í greinina. 

Á morgun verður leikið í 8 manna úrslitum í öllum flokkum en þeir sem eru áfram í einliðaleik í meistaraflokki eru Egill Guðlaugsson ÍA, Kári Gunnarsson TBR, Atli Jóhannesson TBR, Birkir Steinn Erlingsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Ívar Oddsson TBR, Róbert Þór Henn TBR og Daníel Jóhannesson TBR. 

Í 8 manna úrslitum í einliðaleik í meistaraflokki kvenna leika á morgun Tinna Helgadóttir TBR, Jóhanna Jóhannsdóttir TBR, Snjólaug Jóhannsdóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR, Sigríður Árnadóttir TBR, Sunna Ösp Runólfsdóttir TBR og Þorbjörg Kristinsdóttir TBR.

Keppni hefst í fyrramálið kl. 9 með leikjum í tvenndarleik í A-flokki. 

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins á Meistaramóti Íslands 2014. 

Skrifað 4. apríl, 2014
mg