U19 landsliđiđ á Ítalíu

U19 landsliðið er nú á Ítalíu þar sem þau taka þátt í Italian Junior International mótinu. U19 landsliðið skipa Daníel Jóhannesson TBR, Eiður Ísak Broddason TBR, Helgi Grétar Gunnarsson ÍA, Sigurður Sverrir Gunnarsson TBR, Margrét Finnbogadóttir TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Sara Högnadóttir TBR og Sigríður Árnadóttir TBR.

Mótið hefst á morgun með tvenndarleikjum. Þá mæta Sigurður Sverrir Gunnarsson og Margrét Jóhannsdóttir enska parinu Sean Vendy og Lydia Powell. Vendy tók þátt í Iceland International 2012. Eiður Ísak Broddason og Margrét Finnbogadóttir mæta heimamönnunum Matteo Bellucci og Giulia Fiorito. Daníel Jóhannesson og Sigríður Árnadóttir mæta Filip Budzel og Ivana Zychova frá Tékklandi. Helgi Grétar Gunnarsson og Sara Högnadóttir sitja hjá í fyrstu umferð og keppa seinna um daginn.

Þá taka við einliðaleikir og þar mætir Sara Högnadóttir Sixtine Roy fra Belgíu og Sigríður Árnadóttir mætir Lidia Rainero frá Ítalíu. Margrét Finnbogadóttir mætir Anna Mikhalkova frá Úkraínu og nafna hennar Jóhannsdóttir mætir Lucrezia Boccasile frá Ítalíu.

Síðar um daginn er keppt í tvíliðaleik.

Smellið hér til að sjá niðurröðun og tímasetningar á Italian Junior International.

Skrifađ 27. mars, 2014
mg