Davíđ Bjarni og Kristófer Darri komnir í átta liđa úrslit

Davíð Bjarni Björnsson og Kristófer Darri Finnsson komust rétt í þessu í átta liða úrslit í tvíliðaleik í Evrópukeppni U17 einstaklinga. Þeir unnu Thibault Bernetti og Benedikt Schaller frá Sviss eftir oddalotu 21-16, 19-21 og 21-17.

Þeir mæta á morgun í átta liða úrslitum Matthew Clare og Ben Lane frá Englandi sem er raðað númer þrjú inn í tvíliðaleikinn. Þetta er stórglæsilegur árangur hjá strákunum og það verður gaman að fylgjast með þeim í næsta leik.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins í Evrópukeppninni.

Skrifađ 21. mars, 2014
mg