Göteborg BK2 burstađi Askim BC3 um helgina

Göteborg BK 2, lið Karitasar Óskar Ólafsdóttur í miðriðli fyrstu deildarinnar í Svíþjóð, mætti Askim BC3 um helgina og vann örugglega 7-1.

Karitas Ósk spilaði tvíliðaleik og tvennarleik fyrir lið sitt. Tvíliðaleikinn lék hún með Therece Nilsson gegn Sandra Baeza og Emmy Robertsson. Karitas og Nilsson burstuðu andstæðinga sína 21-4 og 21-5. Tvenndarleikinn lék Karitas Ósk með Andreas Karlsson gegn Sandra Baeza og Emil Johnsson. Karitas og Andreas unnu 21-11 og 21-13.

Göteborg BK 2 vann einnig báða tvíliðaleiki karla, einliðaleik kvenna, fyrsta og þriðja einliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Göteborg BK 2 og Askim BC3.

Næsta viðureign Göteborg BK 2 er laugardaginn 12. apríl næstkomandi gegn Örebro BMK. Eftir umferðina er Göteborg BK 2 í fjórða sæti riðilsins. Smellið hér til að sjá stöðuna í miðriðlinum.

 

Skrifađ 18. mars, 2014
mg