Úrslit Unglingameistaramóts KR

Unglingameistaramót KR var haldið í KR heimilinu við Frostaskjól í gær. Mótið, sem var einliðaleiksmót, er hluti af Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í flokkum U11 - U17.
Í flokki U11 vann Steinþór Emil Svavarsson BH í snáðaflokki en hann vann í úrslitum Gabríel Inga Helgason BH 21-17 og 21-18. Rakel Rut Kristjánsdóttir BH vann Lilju Berglindi Harðardóttur BH í úrslitum í snótuflokki eftir oddalotu 11-21, 21-17 og 21-10.
Í flokki U13 vann Magnús Daði Eyjólfsson KR í einliðaleik hnokka en hann sigraði Brynjar Má Ellertsson ÍA í úrslitum 21-18 og 21-12. Karolina Prus KR vann í einliðaleik táta en hún vann í úrslitum Katrínu Evu Einarsdóttur ÍA 22-20 og 21-12.

KR U13 hnokkarU13 tátur

Í flokki U15 vann Daníel Ísak Steinarsson BH en hann vann í úrslitum Elís Þór Dansson Aftureldingu 21-16 og 21-15. Ekki var keppt í meyjuflokki.

KR U15 sveinar

Í flokki U17 vann Róbert Ingi Huldarsson BH í einliðaleik drengja en hann vann Axel Örn Sæmundsson UMF Þór í úrslitum 21-17 og 21-11. Einliðaleik telpna vann Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH sem vann í æsispennandi úrslitum Elínu Ósk Traustadóttur BH 23-21 og 23-21.

KR U17 drengirKR U17 telpur

Þetta var síðasta mót vetrarins á Dominos unglingamótaröð Badmintonsambandsins. Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Unglingameistaramóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badminton KR.

Smellið hér til að sjá styrkleikalista ársins.

Skrifađ 17. mars, 2014
mg