Úrslit Óskarsmóts KR

Tvíliða- og tvenndarleikshluti Óskarsmóts KR var á laugardaginn. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki unnu Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR í tvíliðaleik karla en þeir unnu í úrslitum Birki Stein Erlingsson og Róbert Þór Henn TBR 21-11 og 21-11. Tvíliðaleik kvenna unnu Rakel Jóhannesdóttir og Elsa Nielsen TBR en keppt var í riðli í þessum flokki. Rakel og Elsa unnu alla sína leiki. Tvennarleikinn unnu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Bjarka Stefánsson og Rakel Jóhannesdóttur TBR 23-21 og 21-10.

 

Óskarsmót KR - Rakel Jóhannesdóttir og Bjarki Stefánsson

 

Í A-flokki sigruðu Þorkell Ingi Eriksson og Vignir Haraldsson TBR. Þeir unnu bræðurna Ármann Steinar Gunnarsson BH og Helga Grétar Gunnarsson ÍA eftir oddalotu og mjög jafnan leik 19-21, 21-19 og 21-18. Tvíliðaleik kvenna unnu Lína Dóra Hannesdóttir og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en þær unnu Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH 21-17 og 21-13. Tvenndarleikinn unnu Þorkell Ingi Eriksson og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Þau unnu Vigni Haraldsson og Línu Dóru Hannesdóttur TBR eftir oddalotu 21-13, 19-21 og 21-16.

Tvíliðaleik karla í B-flokki unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH eftir sigur í úrslitum á Atla Tómassyni og Kolbeini Brynjarssyni TBR 21-11 og 21-13. Tvenndarleikinn unnu Róbert Ingi Huldarsson og Ingibjörg Sóley Einarsdóttir BH en þau unnu Sigurð Eðvarð Ólafsson og Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur BH 21-19 og 21-16. Ekki var keppt í tvíliðaleik kvenna í B-flokki.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Óskarsmóti KR. Myndir frá mótinu má finna á Facebook síðu Badmintondeildar KR.

Þetta var síðasta mót á Dominosmótaröðinni fyrir Meistaramót Íslands sem verður í Strandgötu í Hafnarfirði helgina 4. - 6. apríl næskomandi.

Skrifađ 17. mars, 2014
mg