Evrópukeppni U17 landsliđa hefst á morgun í Ankara í Tyrklandi

Evrópukeppni U17 landsliða hefst í Ankara í Tyrklandi á morgun. laugardag. Landslið Íslands hélt til Tyrklands í gærmorgun.

Landslið U17 skipa Davíð Bjarni Björnsson TBR, Davíð Phuong TBR, Kristófer Darri Finnsson TBR, Pálmi Guðfinnsson TBR, Alda Karen Jónsdóttir, Arna Karen Jóhannsdóttir, Harpa Hilmisdóttir UMFS og Margrét Nilsdóttir TBR. (Á myndina vantar Davíð Phuong).

 

U17 landslið Íslands

 

Evrópukeppnin er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni og hefst á liðakeppninni. Alls tekur 31 land þátt og 297 keppendur.

Keppt er í sjö riðlum þar sem ein þjóð fær röðun í hverjum riðli. Danmörku er raðað númer eitt í liðakeppninni, Englandi númer tvö, Rússlandi númer þrjú, Tyrklandi númer fjögur, Belgíu númer fimm, Frakklandi númer sex og Slóvakíu númer sjö. Ísland er í sjöunda riðli með Slóvakíu, Slóveníu, Ungverjalandi og Kýpur. Liðakeppnin stendur til 19. mars.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í liðakeppnina.

Einstaklingskeppnin hefst miðvikudaginn 19. mars og stendur til 23. mars.

 

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið.

Skrifađ 14. mars, 2014
mg