Minningarsjóđur Gunnars Thoroddsen veitti Rögnu styrk

Í gær hlaut badmintonkonan Ragna Ingólfsdóttir veglegan styrk úr Minningarsjóði Gunnars Thoroddsen. Styrkurinn var afhendur við hátíðlega athöfn í Höfða.

Minningarsjóður Gunnars Thoroddsens var stofnaður af hjónunum Bentu og Valgarð Briem 29. desember 1985, þegar liðin voru 75 ár frá fæðingu Gunnars. Sjóðurinn er í vörslu borgarstjórans í Reykjavík, sem ákveður úthlutun úr honum að höfðu samráði við börn Gunnars Thoroddsen.

Gunnar var lögfræðingur og stjórnmálamaður. Hann var bæði borgarstjóri og forsætisráðherra á löngum stjórnmálaferli sínum. Smellið hér til að skoða nánari upplýsingar um Gunnar Thoroddsen.

Eftirfarandi er skrá yfir styrkþega frá upphafi.

1986 Jóhann Pétur Sveinsson, lögfræðingur 29.
1987 Gunnar Guðbjörnsson, söngvari
1988 Helga M. Ögmundsdóttir, læknir
1989 Ólafia Hrönn Jónsdóttir, leikkona
1990 Gunnar Kvaran, sellóleikari
1991 Sigríður Guðmundsdóttir v. mannúðarmála 29.
1992 Íþróttasamband fatlaðra
1993 Nína Margrét Grímsdóttir, píanóleikari
1994 Halaleikhópurinn
1995 Hundabjörgunarsveit Íslands
1996 Jafningjafræðsla framhaldsskólanna
1997 Stórsveit Reykjavíkur
1998 Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna
1999 Margrét Pálmadóttir
2000 Kristín Rós Hákonardóttir
2001 Vinabandið (hljómsveit eldri borgara)
2002 Ahn Dao Tran v. nýbúamála
2003 Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari 28.
2004 Líknarsamtökin Bergmál
2005 Stígamót
2006 ADHD Samtökin
2007 Ragna Ingólfsdóttir, badmintonkona

Skrifađ 29. desember, 2007
ALS