Úrslit Setmóts KR

Setmót KR var í gær. Mótið er hluti af Dominosmótaröð Badmintonsambandsins og gefur stig á styrkleikalista. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki en ekki náðist fjöldi í allar greinar í A-flokki.

Í meistaraflokki stóð Jónas Baldursson TBR uppi sem sigurvegari í einliðaleik eftir að hafa sigrað Sigurð Sverri Gunnarsson TBR í úrslitum 21-12 og 21-12. Einliðaleik kvenna sigraði Sara Högnadóttir TBR eftir sigur á Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR í úrslitum 21-11 og 21-9. Tvíliðaleik karla sigruðu Bjarki Stefánsson og Daníel Thomsen TBR eftir sigur á Jónasi Baldurssyni og Sigurði Sverri Gunnarssyni TBR í úrslitum 21-17 og 21-16. Í tvíliðaleik kvenna sigruðu Elsa Nielsen TBR og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH en þær unnu í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR eftir oddalotu 21-18, 13-21 og 21-17. Tvenndarleikinn sigruðu Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir að hafa sigrað í úrslitum Daníel Jóhannesson og Sigríði Árnadóttur TBR 21-10 og 21-8.

Í A-flokki sigraði Snorri Tómasson TBR í einliðaleik karla. Hann vann Davíð Phuong TBR í úrslitum eftir hörkuspennandi viðureign 23-21 og 27-25. Ekki var keppt í einliðaleik nú tvíliðaleik kvenna í A-flokki. Tvíliðaleik karla sigruðu Snorri Tómasson og Þorkell Ingi Eriksson TBR eftir sigur í úrslitum á Ármanni Steinari Gunnarssyni BH og Helga Grétari Gunnarssyni ÍA 21-15 og 21-14. Tvenndarleikinn unnu Snorri Tómasson og Jóna Kristín Hjartardóttur TBR en þau unnu Helga Grétar Gunnarsson ÍA og Hörpu Hilmisdóttur UMFS 21-16 og 21-14.

Róbert Ingi Huldarsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Hauk Gylfa Gíslason Samherjum í úrslitum 21-17 og 21-17. Aldís Ingadóttir KR vann einliðaleik kvenna er hún sigraði Karolinu Prus KR í úrslitum 21-14 og 21-6. Tvíliðaleik karla unnu Róbert Ingi Huldarsson og Sigurður Eðvarð Ólafsson BH eftir sigur á Elvari Má Sturlaugssyni Ía og Hauki Gylfa Gíslasyni Samherjum í úrslitum eftir oddalotu 13-21, 22-20 og 21-12. Tvíliðaleik kvenna unnu Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA og Elín Ósk Traustadóttir BH en þær unnu Aldísi Ingadóttur og Karolinu Prus KR 21-12 og 21-19. Elvar Már Sturlaugsson og Dalrós Sara Jóhannsdóttir ÍA unnu tvenndarleikinn eftir sigur á Andra Pétri Magnússyni og Aldísi Ingadóttur KR 21-16 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Setmóti KR. Næsta mót á Dominos mótaröðinni er Óskarsmót KR laugardaginn 15. mars.

Skrifađ 3. mars, 2014
mg