TBR Öllarar eru Íslandsmeistarar félagsliđa

TBR Öllarar eru Íslandsmeistarar félagsliða í meistaradeild í badminton. Með sigrinum unnu þeir sér inn þátttökurétt í Evrópukeppni félagsliða sem haldin verður í sumar.

TBR Öllara skipa Broddi Kristjánsson, Guðmundur Adolfsson, Helgi Jóhannesson, Indriði Björnsson, Ingólfur Ingólfsson, Njörður Ludvigsson, Sævar Ström, Vignir Sigurðsson, Þorsteinn Páll Hængsson, Elsa Nielsen, Sara Jónsdóttir, Tinna Helgadóttir og Vigdís Ásgeirsdóttir.

 

Íslandsmeistarar félagsliða 2014- TBR Öllarar

 

TBR Svanirnir urðu í öðru sæti, BH/ÍA Landsbyggðin í þriðja sæti, TBR Topparnir í fjórða sæti og TBR Sigurrós í fimmta og síðasta sæti.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í meistaradeild.

Skrifađ 23. febrúar, 2014
mg