Tap gegn Belgíu 4-1

Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í badminton í Evrópukeppninni var í morgun gegn Belgum. Leiknum lauk með sigri Belga 4-1.

Fyrsta viðureignin var einliðaleikur sem Kári Gunnarsson lék gegn Yuhan Tan. Kári tapaði 2-21 og 14-21.

Önnur viðureignin var einliðaleikur sem Atli Jóhannesson lék gegn Put Marijn. Atli tapaði 16-21 og 12-21.

Daníel Thomsen og Róbert Þór Henn spiluðu fyrri tvíliðaleik karla gegn Mattijs Dierickx og Freek Golinski sem er okkur vel kunnugir frá Iceland International 2014. Daníel og Róbert töpuðu 17-21 og 13-21.

Jónas Baldursson var að spila sinn fyrsta landsleik og hann mætti í einliðaleik Nathan Vervaeke. Jónas stóð sig mjög vel en tapaði eftir oddalotu 17-21, 21-9 og 19-21.

Síðasta viðureignin var tvíliðaleikur karla sem Atli Jóhannesson og Kári Gunnarsson spiluðu gegn Nick Marcoen og Sam Van Den Broeck. Atli og Kári unnu eftir oddalotu 8-21, 21-18 og 21-15.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit dagsins.

Á morgun mætir karlalandsliðið Skotlandi klukkan 9.

Í dag klukkan 13 mætir íslenska kvennalandsliðið Spáni.

Skrifað 11. febrúar, 2014
mg