Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar

Reykjavíkurmót fullorðinna var um helgina. Keppt var í öllum greinum í meistaraflokki, A- flokki og B-flokki. Mótið er hluti af Dominos mótaröð Badmintonsambands Íslands og gefur stig á styrkleikalista.

Í meistaraflokki stóð Atli Jóhannesson TBR uppi sem Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla er hann vann í úrslitum Bjarka Stefánsson TBR 21-5 og 21-12.

 

Reykjavíkurmeistarar 2014 einliðaleikur karla

 

Margrét Jóhannsdóttir TBR er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað Söru Högnadóttur TBR í úrslitum 21-5 og 21-19.

 

Reykjavíkurmeistarar 2014 einliðaleikur kvenna

 

Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson TBR eru Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla eftir sigur á Færeyingunum Benjamin Gunnarstein og Nikolaj Gunnarsein í úrslitum 18-21, 21-15 og 21-15.

 

Reykjavíkurmeistarar 2014 tvíliðaleikur karla

 

Rakel Jóhannesdóttir og Elín Þóra Elíasdóttir TBR urðu Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna eftir að hafa sigrað í úrslitum Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR 26-24 og 21-15.

 

Reykjavíkurmeistarar 2014 tvíliðaleikur kvenna

 

Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik eru Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir TBR eftir sigur á Bjarka Stefánssyni og Rakel Jóhannesdóttur TBR í úrslitum 21-16 og 21-10.

 

Reykjavíkurmeistarar 2014 tvenndarleikur

 

Daníel Thomsen og Margrét Jóhannsdóttir urðu því tvöfaldir Reykjavíkurmeistarar.

Í A-flokki sigraði Aksel Poulsen Færeyjum en hann vann landa sinn, Rógvi Poulsen, í úrslitum í einliðaleik karla 21-10 og 21-12. Einliðaleik kvenna vann einnig Færeyingur, Sigrun Smith en hún vann í úrslitum Örnu Karen Jóhannsdóttur TBR 21-7 og 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í A-flokki eru Andrés Andrésson og Sigurjón Jóhannsson TBR eftir sigur á Vigni Sigurðssyni og Þórhalli Einissyni TBR í úrslitum 21-16 og 21-13. Tvíliðaleik kvenna unnu Guri Poulsen og Sigrun Smith frá Færeyjum en þær unnu í úrslitum Alexöndru Ýr Stefánsdóttur ÍA og Unni Björk Elíasdóttur TBR eftir oddalotu 21-15, 20-22 og 21-17. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í A-flokki unnu Egill Sigurðsson og Guðbjörg Jóna Guðlaugsdóttir TBR en þau unnu í úrslitum Færeyingana Benjamin Gunnarstein og Guri Poulsen 21-16 og 21-18.

Róbert Ingi Huldarsson BH er Reykjavíkurmeistari í einliðaleik karla í B-flokki eftir sigur á Steinar Braga Gunnarssyni ÍA í úrslitum 21-13, 18-21 og 21-12. Reykjavíkurmeistari í einliðaleik kvenna í B-flokki er Margrét Dís Stefánsdóttir TBR. Spilað var í riðli. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik karla í B-flokki eru Andri Árnason TBR og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA en þeir unnu í úrslitum Róbert Inga Huldarsson og Sigurð Eðvarð Ólafsson BH eftir oddalotu og æsispennandi leik 26-28, 25-23 og 21-18. Reykjavíkurmeistarar í tvíliðaleik kvenna í B-flokki eru Margrét Dís Stefánsdóttir TBR og Svanfríður Oddgeirsdóttir Aftureldingu en þær unnu Eyrúnu Björgu Guðjónsdóttur og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH 21-13 og 25-23. Reykjavíkurmeistarar í tvenndarleik í B-flokki eru Andri Árnason og Margrét Dís Stefánsdóttir TBR en þau unnu Róbert Inga Huldarsson og Ingibjörgu Sóleyju Einarsdóttur BH í úrslitum.

Margrét Dís Stefánsdóttir er þrefaldur Reykjavíkurmeistari og Andri Árnason er tvöfaldur Reykjavíkurmeistari.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Reykjavíkurmóti fullorðinna.

 

Skrifađ 9. febrúar, 2014
mg