Stjörnumótaröđin heldur áfram

Stjörnumótaröð BSÍ heldur áfram á nýju ári en nú er þremur mótum lokið á mótaröðinni. Meistaramót TBR er fjórða af níu mótum mótaraðarinnar en það fer fram 5.-6.janúar næstkomandi.

Keppt er í Meistara-, A- og B-flokki á mótinu. Einliðaleikur verður leikinn í riðlum en útsláttarkeppni er í öðrum greinum. Sænskir leikmenn verða gestir mótsins að þessu sinni.

Það er Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur sem hefur veg og vanda að skipulagningu mótsins en hægt er að smella hér til að fá nánari upplýsingar um mótið. Síðasti skráningardagur í mótið er í dag föstudaginn 28.desember.

Skrifađ 28. desember, 2007
ALS