Iceland International - dagur 3 - framhald

Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson töpuðu í oddalotu gegn Joe Morgan og Nic Strange frá Wales 19 - 21, 21 - 15 og 17 - 21. Joe og Nic unnu tvíliðaleikinn á Iceland International 2012.
 
Önnur úrslit eru að Wirawan Ihsan Adam og Ellen Frederika Setiawan frá Indónesíu unnu Mads Storgaard Sorensen og Soeren Toft Hansen Danmörku 21 - 18 og 21 - 18. Mattijs Dierickx og Freek Golinski unnu David Kim Kristensen og Mikkel Stoffersen Danmörku, 21 - 7 og 21 -16, Martin Campbell og Patrick Machugh unnu svo Alexander Bond og Mathias Weber Estrup Danmörku 21 - 15 og 21 - 19.
 
Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir eru komnar í undanúrslit eftir sigur á Airi Mikkela Finnlandi og Zuzana Pavelkova Tékklandi 21 - 15 og 21 - 18. Elín Þóra Elíasdóttir og Rakel Jóhannesdóttir eru hinsvegar úr leik en þær töpuðu fyrir Caroline Black og Sinead Chambers Írlandi í oddalotu 21 - 13, 25 - 27 og 14 - 21. Í undanúrslit eru einnig komnar Sarah Thomas og Carissa Turner Wales og Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton N-Sjálandi.
 
Í undanúrslitum mæta Sara og Margrét þeim Susannah Leydon-Davis og Madeleine Stapelton N-Sjálandi.
 
Undanúrslit hefjast kl. 15:30 með einliðaleik karla. Röð leikja í undanúrslitum má sá hér; http://tournamentsoftware.com/sport/matches.aspx?id=800117F5-096A-4C67-985A-60B59970853D
 
Fylgið okkur á facebook síðu Badmintonsambandsins; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104
 
#rig14 
Skrifað 25. janúar, 2014
mg