KBK enda­i Ý sj÷tta sŠti deildarinnar

KBK, lið Kára Gunnarssonar í dönsku annarri deildinni, vann leik sinn gegn Lillerød 8-5 um helgina.

Kári lék fjórða einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Einliðaleikinn lék hann gegn Niklas Hemmingsholt og vann 21-11 og 21-11. Tvíliðaleikinn lék hann með Bo Rafn og þeir unnu Andreas Hoffmann og Niklas Hemmingsholt 21-15 og 21-12.

KBK Kbh. vann einnig báða tvenndarleikina, alla einliðaleiki karla og annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Lillerød.

Þetta var sjöunda og síðasta umferð deildarinnar. KBK Kbh. endaði í í sjötta sæti deildarinnar. Í umspilinu sem hefst í byrjun febrúar spilar liðið því um hvort það haldist í 2. deild eða hvort það falli í 3. deild.

Smellið hér til að sjá stöðuna í annarri deild.

Skrifa­ 13. jan˙ar, 2014
mg