Kári átti góđan leik međ KBK um helgina

KBK, lið Kára Gunnarssonar í dönsku annarri deildinni, tapaði leik sínum gegn Hillerød 3-10 um helgina.

Kári lék fjórða einliðaleik og þriðja tvíliðaleik karla fyrir lið sitt og var liðinu mjög mikilvægur.

Einliðaleikinn lék hann gegn Kasper Simonsen og vann eftir oddalotu 17-21, 21-15 og 21-16. Tvíliðaleikinn lék hann með Peter Steffensen og þeir unnu Peter Rasmussen og Emil Poulsen eftir oddalotu 21-18, 18-21 og 21-18.

KBK Kbh. vann einnig annan tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign KBK og Hillerød.

Eftir umferðina er KBK Kbh. í sjötta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í annarri deild.

Þetta var síðasti leikur KBK á þessu ári en næsti leikur er laugardaginn 11. janúar gegn Lillerød 2.

Skrifađ 9. desember, 2013
mg