Aalborg Triton 3 tapađi leik sínum gegn Herning

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, tapaði fyrir Herning 2-11 um helgina í sjöttu umferð deildarinnar.

Egill spilaði annan einliðaleik karla og annan tvíliðaleik karla fyrir lið sitt.

Einliðaleikinn spilaði hann gegn Patrick Fugl og tapaði eftir oddalotu 15-21, 21-18 og 21-14. Tvíliðaleikinn lék hann með Mads Petersen gegn Allan Harboe og Rasmus Kæseler. Egill og Mads töpuðu 21-19 og 21-13.

Aalborg Triton 3 vann fjórða einsliðaleik karla og fyrsta tvíliðaleik karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn og þessa sjöttu umferð er Aalborg Triton 3 áfram í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Þetta var síðasti leikur ársins og næsti leikur Aalborg Triton 3 er laugardaginn 11. janúar gegn Aarhus AB 3.

Skrifađ 9. desember, 2013
mg