VŠrl°se tapa­i fyrir Gentofte

Sjöunda umferð í úrvalsdeildinni í Danmörku fór fram á þriðjudagskvöldið. Værløse, lið Tinnu Helgadóttur, keppti við Gentofte og tapaði 4-2.

Værløse vann einliðaleik kvenna og tvíliðaleik karla. Tinna spilaði ekki með liði sínu í þessari umferð.

Smellið hér til að sjá úrslit viðureignar Værløse og Gentofte.

Eftir umferðina er Værløse í áttunda sæti deildarinnar og fellur um tvö sæti. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsti leikur Værløse er gegn Skovshoved þriðjudaginn 3. desember næstkomandi.

Skrifa­ 28. nˇvember, 2013
mg