Täby á sigurbraut

Täby, lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, sigraði Västerås Bmf í fimmtu umferð deildarinnar í gærkvöldi 6-1.

Täby vann alla leiki nema tvíliðaleik kvenna. Snjólaug spilaði tvenndarleik með Sebastian Gransbo en þau unnu örugglega Marcus Jansson og Hanna Beskow 21-13 og 21-12.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit viðureignar Täby og Västerås Bmf.

Eftir fimmtu umferð úrvalsdeildarinnar er Täby í fjórða sæti deildarinnar og fer upp um eitt sæti á milli umferða. Smellið hér til að sjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er mánudaginn 18. nóvember næstkomandi gegn Kista.

Skrifað 11. nóvember, 2013
mg