15 þjálfarar á námskeiði um helgina

Um helgina stóð Badmintonsambandið fyrir námskeiðinu Badmintonþjálfari 1A í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum við Gnoðarvog. 15 þjálfarar tóku þátt en þeir komu frá BH, ÍA, Badmintondeild KA og Samherjum í Eyjafjarðarsveit.

Á þessu fyrsta grunnnámskeiði voru leikir og ýmis spilaform sem hægt er að nota í badmintonþjálfun í aðalhlutverki en einnig var farið yfir reglur, skipulag þjálfunar o.fl. Kennarar á námskeiðinu voru Anna Lilja Sigurðardóttir, Irena Ásdís Óskarsdóttir og María Thors.

Meðfylgjandi mynd var tekin í Íþróttamiðstöinni í Laugardal þegar María Thors fór yfir reglur og atriði tengd þeim sem þjálfarar þurfa sérstaklega að hafa í huga.

 

Badmintonþjálfaranámskeið 1A

 

Næsta grunnnámskeið, Badmintonþjálfari 1B, fer fram helgina 10.-12.janúar 2014. Skráningu lýkur föstudaginn 3.janúar en þátttökurétt hafa þau sem hafa lokið Badmintonþjálfara 1A og eru 16 ára eða eldri.

Skrifað 4. nóvember, 2013
mg