Badmintonţjálfaranámskeiđ 1A er um helgina

Badmintonsamband Íslands heldur þjálfaranámskeiðið Badmintonþjálfari 1A um helgina. Námskeiðið er hluti af grunnmenntun badmintonþjálfara. Kennsla fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og TBR húsunum við Gnoðavog. Kennarar eru Anna Lilja Sigurðardóttir, Irena Ásdís Óskarsdóttir og María Thors.

Á þessu fyrsta námskeiði badmintonþjálfaramenntunar verður farið í gegnum marga leiki og spilaform sem þjálfarar geta nýtt sér við kennslu barna og unglinga. Einnig verður farið í gegnum uppbyggingu badmintonhreyfingarinnar, skipulag þjálfunar, reglur o.fl. Þátttakendur munu vinna ýmis verkefni saman í hópum og umræður verða um hin ýmsu málefni sem tengjast badmintonþjálfun.

Sextán þjálfarar frá fjórum félögum taka þátt.

Næsta þjálfaranámskeið Badmintonsambandsins, Badmintonþjálfari 1B, fer fram helgina 10.-12.janúar 2014. Aðeins þeir sem hafa lokið Badmintonþjálfara 1A hafa þátttökurétt á Badmintonþjálfara 1B. Hægt er að skrá sig með því að senda póst á bsi@badminton.is.

Smellið hér til að sjá dagskrá Þjálfaranámskeiðs 1A.

Skrifađ 31. oktober, 2013
mg