Br°ndby Strand vann SIAF Kbh 3

Brøndby Strand, lið Magnúsar Inga Helgasonar í Danmerkurseríunni, vann 8-5 SAIF Kbh. 3 um helgina.

Magnús Ingi spilaði áfram fyrsta einliðaleik karla og að þessu sinni annan tvíliðaleik karla. Mótherji hans í einliðaleiknum var Malthe Jsensen. Magnús Ingi vann 21-16 og 21-13. Tvíliðaleikinn spilaði hann með Frank Johannsen gegn Per Christophersen og Rasmus Hansen. Magnús og Johannsen unnu örugglega 21-6 og 21-8.

Brøndby Stand vann einnig annan tvenndarleikinn, þriðja og fjórða einliðaleik karla, annan einliðaleik kvenna og alla tvíliðaleiki karla.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Brøndby Stand og SAIF Kbh 3.

Þetta var fjórða umferð deildarinnar og eftir þá umferð er Brøndby Strand í öðru sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í deildinni.

Næsta viðureign Brøndby Stand er laugardaginn 16. nóvember gegn Hørsholm.

Skrifa­ 30. oktober, 2013
mg