Tńby sigra­i 6-1

Lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, Täby, sigraði Spårvägens Bmf örugglega í fjórðu umferð deildarinnar 6-1.

Snjólaug spilaði tvenndarleik fyrir lið sitt með Sebastian Gransbo. Þau unnu Mattias Norell og Vanessa Sandberg 21-8, 21-23 og 11-7.

Täby vann einnig einn einliðaleik karla, einliðaleik kvenna, báða tvíliðaleiki karla og tvíliðaleik kvenna. Einungis einn einliðaleikur karla tapaðist. Smellið hér til að sjá úrslit þeirra. 

Eftir fjórðu umferð úrvalsdeildarinnar fer Täby upp um eitt sæti og er nú í fimmta sæti deildarinnar. Smellið hér til að sjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er föstudaginn 25. október næstkomandi gegn Team Badminton Väst, sem er liðið sem Karitas Ósk Ólafsdóttir er á leikmannaskrá hjá.

Skrifa­ 23. oktober, 2013
mg