Täby vann Skogås BK 5-2

Lið Snjólaugar Jóhannsdóttur í sænsku deildinni, Täby, vann aðra viðureign sína í vetur 5-2 er það mætti Skogås BK í gærkvöldi.

Snjólaug spilaði ekki með þar sem hún var að koma úr botnalangauppskurði og fyrir vikið missir hún af fyrstu 3-4 leikjum liðsins.

Täby vann báða einliðaleiki karla. Mathias Wigardt vann Christian Fernström 21-12 og 21-15 og Daniel Ojaäär vann Junyu Jin 21-14 og 21-14. Täby vann einnig báða tvíliðaleiki karla. Sebastian Gransbo og Peder Nordin unnu Christian Fernström og Fredrik Du Hane 21-10 og 21-9 og Mathias Wigardt og Christian Pettersson unnu Joachim Fellenius og Junyu Jin 21-10 og 21-17. Þá vann Täby einnig tvenndarleikinn þegar Sebastian Gransbo og Clara Nistad unnu Joachim Fellenius og Hanna Ekhamre 21-15 og 21-16. Täby tapaði einliða- og tvíliðaleik kvenna.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í viðureign Täby og Skogås BK.

Eftir aðra umferð úrvalsdeildarinnar er Täby komið upp um eitt sæti og vermir nú fimmta sæti deildarinnar. Smellið hér til aðsjá stöðuna í sænsku deildinni.

Næsti leikur Täby er sunnudaginn 13. október næstkomandi gegn Fyrisfjärden.

Skrifað 8. oktober, 2013
mg