Úrslit Atlamóts ÍA

Þriðja mót mótaraðar BSÍ, Atlamót ÍA, var um helgina.

Í meistaraflokki vann Atli Jóhannesson TBR í einliðaleik karla en hann sigraði Ragnar Harðarson ÍA, 21-13 og 21-15.

Í einliðaleik kvenna vann Þorbjörg Kristinsdóttir TBR en keppt var í riðli í flokknum.

Í tvíliðaleik karla sigruðu Atli Jóhannesson og Daníel Thomsen TBR eftir sigur á Birki Steini Erlingssyni og Róberi Þór Henn TBR í úrslitum 21-15, 20-22 og 21-10.

Sigurvegarar í tvíliðaleik kvenna voru Brynja Kolbrún Pétursdóttir og Erla Björg Hafsteinsdóttir BH en keppt var í riðli í flokknum.

Í tvenndarleik sigurðu Daníel Thomsen og Rakel Jóhannesdóttir TBR er þau unnu í úrslitum Birki Stein Erlingsson og Elínu Þóru Elíasdóttur TBR 21-9 og 21-17.

Í A-flokki sigraði Vignir Haraldsson TBR í einliðaleik karla. Hann vann í úrslitum Helga Grétar Gunnarsson TBR eftir oddalotu 18-21, 25-23 og 21-16.

Í einliðaleik kvenna sigraði Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA er hún vann Öldu Jónsdóttur TBR 21-17 og 21-17 í úrslitum.

Í tvíliðaleik karla unnu Davíð Bjarni Björnsson og Þorkell Ingi Erlingsson TBR eftir úrslitaleik gegn Davíð Phuong og Vigni Haraldssyni TBR 21-18 og 22-20.

Tvíliðaleik kvenna unnu Harpa Hilmisdóttir og Lína Dóra Hannesdóttir TBR en þær sigurðu Öldu Jónsdóttur og Margréti Nilsdóttur í úrslitum 21-14 og 21-18.

Í tvenndarleik sigruðu Egill Magnússon og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Keppt var í riðlum í tvenndarleik í A-flokki.

Róbert Ingi Huldarsson BH sigraði í einliðaleik karla í B-flokki. Hann vann Steinar Braga Gunnarsson ÍA í úrslitum 21-19 og 21-11.

Í einliðaleik kvenna vann Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu. Í flokknum var keppt í riðlum.

Tvíliðaleik karla unnu Axel Örn Sæmundsson UMF Þór og Steinar Bragi Gunnarsson ÍA. Þeir unnu í úrslitum Afureldingamennina Egil Magnússon og Kára Georgsson eftir oddalotu 21-18, 21-23 og 21-18.

Í tvíliðaleik kvenna var ekki keppt.

Í tvenndarleik unnu Egill Magnússon og Margrét Dís Stefánsdóttir Aftureldingu en í flokknum var keppt í riðli.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit á Atlamóti ÍA.

Skrifað 30. september, 2013
mg