Aalborg Triton 3 rótburstađi Randers BK 2

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, rótburstaði um helgina Randers BK (2) 13-0.

Egill spilaði einliðaleik karla á þriðja velli og tvíliðaleik karla, einnig á þriðja velli. 

Einliðaleikinn vann Egill eftir oddalotu 21-12, 11-21 og 21-12. Mótherji hans var Rasmus Jokobsen.

Tvíliðaleikinn spilaði Egill með Marcus Myrtue Christiansen gegn Thomas Gjørup og Rasmus Jakobsen. Egill og Christiansen unnu 21-17 og 21-17.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn er Aalborg Triton 3 í fyrsta sæti deildarinnar. 

Næsti leikur Aalborg Triton 3 er sunnudaginn 22. september næstkomandi gegn Skødstrup.
Skrifađ 9. september, 2013
mg