Atli og Margrét eru sigurvegarar Einliđaleiksmóts TBR

Fyrsta mót mótaraðar BSÍ, Einliðaleiksmót TBR, var í gærkvöldi. Eingöngu var keppt í meistaraflokki í einliðaleik.

Sextán keppendur voru í karlaflokki og bar Atli Jóhannesson TBR sigur úr bítum eftir að hafa unnið Jónas Baldursson TBR 21-14 og 21-18. Þessir tveir voru einnig í úrslitum á sama móti í fyrra. Athygli vakti árangur hins sextán ára keppanda Kristófers Darra Finnssonar TBR en hann lenti í 3. - 4. sæti í fyrsta móti sínu sem keppandi í meistaraflokki. Hann vann meðal annars Róbert Þór Henn TBR sem raðað var númer tvö inn í mótið.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í einliðaleik karla.

Í einliðaleik kvenna voru átta keppendur skráðir til leiks. Sigurvegarinn í einliðaleik kvenna var Margrét Jóhannsdóttir TBR en hún sigraði Söru Högnadóttur TBR eftir oddalotu 21-19, 14-21 og 21-13.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í einliðaleik kvenna.

Næsta mót í mótaröðinni, Haustmót KR, er sunnudaginn 15. september en mótið er nýtt á mótaröðinni og er tvíliða- og tvenndarleiksmót.

Skrifađ 7. september, 2013
mg