Naumt tap TBR fyrir Svisslendingum

TBR keppti sinn annan leik í Evrópukeppni félagsliða í dag gegn svissneska liðinu Team Argovia og tapaði naumlega 3-4.

TBR vann báða einliðaleiki kvenna og tvíliðaleik kvenna.  Margrét Jóhannsdóttir og Sara Högnadóttir voru því mjög sigursælar í þessum leik. Margrét keppti við Susanne Keller og vann 21-9 og 21-12. Sara keppti við Tamara Schmidli og vann 21-15 og 21-8. Saman kepptu þær í tvíliðaleik gegn sömu stúlkum og í einliðaleik. Margrét og Sara unnu þann leik 21-17 og 21-12.

Jónas Baldursson keppti fyrri einliðaleik karla gegn Christian Kirchmayr og tapaði mjög naumlega eftir oddalotu 13-21, 21-17 og 19-21. Annan einliðaleik karla spilaði Bjarki Stefánsson gegn Joel Gayle og tapaði 11-21 og 11-21.

Tvíliðaleik karla spiluðu Daníel Thomsen og Bjarki Stefánsson gegn Joel Gayle og Timm Stern og töpuðu 11-21 og 18-21.

Tvenndarleikinn spiluðu Daníel Thomsen og Sigríður Árnadóttir gegn Andrew Dabeka og Ronja Stern og töpuðu 14-21 og 13-21.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifað 28. maí, 2013
mg