Kínverjar eru heimsmeistarar

Heimsmeistarakeppni landsliða, Sudirman Cup, lauk í gær í Malasíu með sigri Kínverja.

Kína - Heimsmeistarar landsliða 2013

Þetta er níundi titill Kínverja en þeir lögðu Kóreu að velli 3-0. Í undanúrslitum mættu Kínverjar Dönum og unnu 3-1 en Kóreubúar mættu Tælendingum og unnu einnig 3-1.

Í átta liða úrslit komust eftirtalin lönd; Kína, Indónesía, Tævan (Chinese Taipei), Danmörk, Þýskaland, Kórea, Tæland og Japan. Danmörk og Þýskaland komust því ein Evrópulanda í átta liða úrslit en Kórea sló Þýskaland út. 

Smellið hér til að sjá úrslit einstakra leikja í heimsmeistarakeppni landsliða 2013.

Skrifađ 27. maí, 2013
mg