Skemmtileg badminton "trikk" á netinu

Eins og margir þekkja er hægt að finna ótrúlegustu hluti á veraldarvefnum. Sérstaklega skemmtileg myndbönd eftir Danan Mikkel Brent má finna á Youtube síðunni sem heita Badminton Showboat. Þar sýna fjórir danskir badmintonstrákar listir sínar á badmintonvellinum. Sumt eru högg sem vel hægt væri að nota í leik en annað eru svona hálfgerð "sirkus trikk" sem gaman væri að kunna þó ekki væri nema til að heilla áhorfendur. Mikkel hefur gert þrjú myndbönd og er hægt að smella á nöfn þeirra hér að neðan til að skoða nánar. Góða skemmtun!

Badminton Showboat 1

Badminton Showboat 2

Badminton Showboat 3 

Skrifađ 28. september, 2007
ALS