Ragna kemst til Bejing eins og stađan er í dag

Staða leikmanna á heimslista Alþjóða Badmintonsambandsins 1.maí 2008 sker úr um það hverjir öðlast þátttökurétt á Ólympíuleikunum í Bejing í Kína 2008. Fram að þeim tíma er auðvitað mikið spáð í heimslistann.

Badmintonsamband Evrópu gefur mánaðarlega út svokallaðan "dummy" lista þar sem fram kemur hvaða Evrópubúar kæmust á leikana væri heimslistinn í dag notaður til að skera úr um það. Samkvæmt nýjasta lista Evrópusambandsins er Ragna Ingólfsdóttir inni á leikunum. Hægt er að skoða "dummy" lista Evrópusambandsins með því að smella hér. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður en gefur góðar vonir fyrir okkar konu.

Skrifađ 17. desember, 2007
ALS