Tvíliđaleikjum í 8 liđa úrslitum lokiđ og tvenndarleikir í meistaraflokki í gangi

Átta liða úrslitum í tvíliðaleik í meistaraflokki karla og kvenna er lokið. Magnús Ingi Helgason og Helgi Jóhannesson TBR unnu Kjartan Valsson og Hólmstein Þ. Valdimarsson 21 - 5 og 21 - 12. Kári Gunnarsson og Atli Jóhannesson sigruðu gömlu kempurnar Brodda Kristjánsson og Njörð Ludvigsson TBR í tveimur settum 21 - 11 og 21 - 12. Egill G. Guðlaugsson og Ragnar Harðarson ÍA sigruðu Stein Þorkelsson og Stefán Ás Ingvarsson TBR einnig í tveimur settum 21 - 14 og 21 - 14. Þá léku Daníel Thomsen og Bjarki Stefansson TBR gegn Ingólfi Ingólfssyni og Sævari Ström TBR og sigruðu Daníel og Bjarki 21 - 14 og 21 - 15.


Tveir leikir í átta liða úrslitum meistaraflokks kvenna er lokið. Erla B. Hafsteinsdóttir og Tinna Helgadóttir TBR léku gegn Sunnu Ö. Runólfsdóttur og Þorbjörgu Kristinsdóttur TBR og sigruðu Erla og Tinna 21 - 7 og 21 - 9. Karitas Ósk Ólafsdóttir og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR sigruðu Brynju K. Pétursdóttir og Elsu Nilsen TBR 21 - 17 og 21 - 19. Í undanúrslitum mætast annarsvegar Erla og Tinna gegn Elínu Þóru Elíasdóttur og Rakel Jóhannesdóttur TBR og hinsvegar Karitas og Snjólaug TBR gegn Margréti Jóhannsdóttur og Söru Högnadóttur TBR.

Nú standa yfir tvenndarleikir í meistaraflokki.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts  

Skrifađ 13. apríl, 2013
SGB