A og B-flokkar á Meistaramóti Íslands

Í A og B-flokki hafa margir spennandi leikir farið fram.

Komið er undanúrslitum í einliðaleik karla og kvenna í A-flokki. Hjá körlunum mætast Pálmi Guðfinnsson TBR og Steinn Þorkelsson TBR, Kristófer D. Finnsson TBR og Reynir Guðmundsson KR.

Í A-flokki kvenna keppir Alexandra Ýr Stefánsdóttir ÍA við Unni B. Elíasdóttir TBR og Ivalu Birna Flack Pedersen Samherja mætir Huldu L. Hannesdóttir TBR.

Nú standa yfir tvíliðaleikir karla og kvenna í meistaraflokki.

4 liða úrslit í öllum flokkum hefjast kl. 16:00.

Hér er hægt að fylgjast með öllum úrslitum og endilega fylgið okkur á facebooksíðunni; https://www.facebook.com/pages/Badmintonsamband-%C3%8Dslands/217318531644104?fref=ts  

Skrifað 13. apríl, 2013
SGB