U19 landsli­ ═slands heldur til Tyrklands

Evrópumót unglinga U19 hefst í Ankara í Tyrklandi á föstudaginn. Landslið Íslands fer utan á morgun til keppni.

Landslið U19 skipa Daníel Jóhannesson, Kristófer Darri Finnsson, Stefán Ás Ingvarsson, Thomas Þór Thomsen, Margrét Finnbogadóttir, Margrét Jóhannsdóttir, Sara Högnadóttir og Sigríður Árnadóttir. Þau eru öll frá TBR.

 

U19 landslið Íslands 2013. Kristófer Darri Finnsson, Stefán Ás Ingvarsson, Daníel Jóhannesson, Thomas Þór Thomsen, Sigríður Árnadóttir, Sara Högnadóttir og Margrét Jóhannsdóttir

 

Evrópumótið er bæði liðakeppni og einstaklingskeppni og hefst á liðakeppninni. Alls taka 30 lið þátt og 264 keppendur á mótinu frá 30 löndum.

Danmörku er raðað númer eitt í liðakeppninni. Þá eru lönd eins og Rússland, England, Þýskaland og Frakkland með sterka keppendur. Í liðakeppninni eru löndunum skipt niður í 7 riðla og sigurvegari hvers riðils fer í átta liða úrslit. Ísland er í riðli með Englandi,Króatíu og Svíþjóð. Liðakeppnin stendur til 26. mars.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í liðakeppnina.

Einstaklingskeppnin hefst þriðjudaginn 26. mars og stendur til 31. mars. Í einliðaleik karla er Matthias Almer frá Danmörku raðað númer eitt en Thomas Thomsen mætir honum í fyrsta leik. Í einliðaleik kvenna er Neslihan Yigit frá Tyrklandi raðað númer eitt.

Evrópumótið verður allt sýnt á badmintoneurope.tv.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í mótið.

Skrifa­ 19. mars, 2013
mg