Hillerød burstaði Brønderslev í gær

Hillerød, lið Magnúsar Inga Helgasonar í dönsku deildinni, burstaði Brønderslev í gær 11-2.

Magnús Ingi spilaði tvo leiki fyrir lið sitt, einliðaleik og tvíliðaleik, og vann báða.

Einliðaleikinn spilaði hann gegn Martin Kjøbsted á fjórða velli. Magnús vann 21-16 og 21-16.

Tvíliðaleikinn spilaði hann með félaga sínum, Peter Rasmussen, gegn Qinten Van Dalm og Martin Kjøbsted. Magnús og Rasmussen unnu 21-15 og 21-18.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn er Hillerød í ennþá sjötta sæti milliriðilsins með fimm stig, jafnmörg og Holte sem er í fimmta sæti. Skovbakken og Brønderslev eru bæði með sjö stig. Í riðlinum er spilað um hvaða lið falla í þriðju deild en fjögur lið halda sér uppi í annarri deild. Smellið hér til að sjá stöðu milliriðilsins.

Tvær umferðir eru eftir í riðlinum og næsti leikur er laugardaginn 9. mars gegn abc Aalborg.

Skrifað 25. febrúar, 2013
mg