Fjögur efstu liđin fóru örugg inn í undanúrslit

Undanúrslitin í Evrópukeppni landsliða eru á morgun, laugardag.

Löndin sem raðað var í fyrstu fjögur sætin inn í keppnina eru komin áfram, en það eru Danmörk, Þýskaland, Rússland og England. Þau unnu öll andstæðinga sína örugglega í átta liða úrslitum í dag.

Danmörk vann Skotland 3 - 0, Þýskaland vann Frakkland 3 - 0, Rússland vann Holland 3 - 0 og England vann Úkraínu 3-1.

Í undanúrslitum á morgun mætast því Danmörk og England annars vegar og Rússland og Þýskaland hins vegar.

Smellið hér til að sjá úrslit dagsins.

Skrifađ 15. febrúar, 2013
mg