Evrˇpukeppni landsli­a hefst ß morgun

Evrópukeppni landsliða hefst á morgun í Ramenskoe í Rússlandi. Íslenska landsliðið flaug til Moskvu í gærmorgun. Landsliðið skipa Atli Jóhannesson TBR, Egill Guðlaugsson ÍA, Kári Gunnarsson TBR, Margrét Jóhannsdóttir TBR, Rakel Jóhannesdóttir TBR og Snjólaug Jóhannsdóttir TBR. Margrét er að keppa í fyrsta skipti með A-landsliði Íslands en hún er einungis 18 ára og hefur verið í unglingalandsliði Íslands í nokkur ár.

Ísland er í erfiðum riðli, með heimaþjóðinni Rússlandi, sem er raðað númer þrjú inn í keppnina, og Búlgaríu.

Fyrri leikur Íslands er á morgun, þriðjudag klukkan 14:30, gegn Rússum.

Seinni leikur Íslands í riðlinum er á miðvikudaginn klukkan 10:00 gegn Búlgaríu.

Dönum er spáð Evrópumeistaratitlinum en þeir eru ósigraðir frá árinu 1996. Þeim er raðað númer eitt og eru í riðli með Noregi og Tyrklandi. Búast má við að þeir hvíli bestu leikmenn sína í riðlinum og að þeir komi seinna inn með leikmenn eins og Mathias Boe og Carsten Mogensen til að spila eingöngu í útsláttarkeppninni sem tekur við af riðlunum en ein þjóð fer upp úr hverjum riðli. Athygli vekur að Tine Baun og Jan Ö. Jörgensen eru ekki með en þau eru að æfa að kappi fyrir All England sem verður 5. - 10. mars næstkomandi. Gera má ráð fyrir að mesta ógnin fyrir Dani séu Þjóðverjarm Rússar og Englendingar.

Búast má við að nokkuð augljóst sé hverjir fari upp úr riðlunum en í riðlum sex, sjö og átta gætu orðið óvænt úrslit.

Smellið hér til að sjá dagskrá EM.

Smellið hér til að sjá hvaða lönd taka þátt.

Smellið hér til að sjá niðurröðun í keppnina.

Skrifa­ 11. febr˙ar, 2013
mg