Aalborg Triton 3 tapa­i fyrir H°jberg 4

Aalborg Triton 3, lið Egils Guðlaugssonar í dönsku deildinni, tapaði í gær fyrir Højberg 4 og lauk leiknum með 12-1 sigri Højberg.

Eini sigurleikur Aalborg Triton var tvíliðaleikur karla sem Egill spilaði fyrir lið sitt ásamt Lasse Todberg gegn Christian Gregersen og Christoffer Vestergaard en þeir unnu eftir oddalotu 21-12, 16-21 og 21-14.

Egill spilaði einnig einliðaleik á fyrsta velli gegn Andreas Bjerring. Hann tapaði fyrri lotunni 12-21 en tapaði seinni lotunni mjög naumlega 24-26.

Smellið hér til að sjá fleiri úrslit í leiknum.

Eftir leikinn er Aalborg Triton 3 í sjötta sæti um milliriðilsins sem keppir um að komast upp í þriðju deild. Tvö efstu liðin komast upp en þrjár umferðir eru eftir. Smellið hér til að sjá stöðuna í milliriðlinum.

Næsti leikur Aalborg Triton 3 er sunnudaginn 24. febrúar næstkomandi.

Skrifa­ 5. febr˙ar, 2013
mg