TBR Hvíta fjöðrin Íslandsmeistari liða í meistaradeild og TBR-Pésarnir í A-deild

TBR-Hvíta fjöðrin varð rétt í þessu Íslandsmeistari liða í meistaradeild í badminton. Með því unnu þeir sér inn þátttökurétt á Evrópumóti félagsliða sem haldið verður í sumar.

TBR-Hvítu fjöðrina skipa Helgi Jóhannesson, Jónas Baldursson, Kjartan Pálsson, Kristján Huldar Aðalsteinsson, Daníel Jóhannesson, Elín Þóra Elíasdóttir, Margrét Jóhannsdóttir og María Árnadóttir.

 

Íslandsmeistarar liða í meistaradeild 2013 - TBR Hvíta fjöðrin

 

TBR-Piparsveinninn varð í öðru sæti, TBR-Bananas, TBR/ÍA Öllarar í fjórða sæti og BH í fimmta og síðasta sæti.

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í meistaradeild.

TBR-Pésarnir eru Íslandsmeistarar liða í A-deild eftir sigur í úrslitaleik á BH-Göflurum. BH-Keyptir og TBR-Geitungar urðu í 3. - 4. sæti.

 

Íslandsmeistarar í A-deild 2013 - TBR Pésarnir

 

Smellið hér til að sjá úrslit leikja í A-deild.

Skrifað 3. febrúar, 2013
mg