Deildakeppni BSÍ - fyrsti dagur

Fyrstu umferðum í Deildakeppni BSÍ lauk rétt í þessu.

Leikin var ein umferð í öllum deildum. Leikjum dagsins lauk með eftirfarandi hætti: Í meistaradeild: TBR Piparsveinninn 7 - 1 BH, TBR Hvíta fjöðrin 5 - 3 TBR/ÍA Öllarar. Í A-deild: BH Gaflarar 7 - 0 TBR Jaxlar, TBR Púkar 2 - 5 TBR Pésarnir, BH Keyptir 5 - 2 TBR-Aðalliðið, ÍA/UMFS 2 - 4 TBR Örvarnar. Í B-deild: TBR Vinirnir 5 - 2 BH Unglingar, BH Keppnisnaglar 3 - 4 TBR Skvísurnar, Afturelding/TBR 7 - 0 BH Flottir.

Nánari úrslit í leikjum dagsins má nálgast með því að smella hér.

Niðurröðun og tímasetningar má nálgast hér.

Keppni hefst að nýju í fyrramálið klukkan 10 með leikjum í A-deild. B-deildin heldur halda áfram keppni klukkan 11:30 og leikir í meistaradeild hefjast klukkan 13.

Skrifað 1. febrúar, 2013
mg